Langar þig að dvelja í náttúruparadísinni við ströndina á Garðskaga?

 

Við á Lighthouse Inn viljum bjóða ykkur velkomin til okkar í sumar og höfum því sett upp vegleg tilboð sem gilda út septembermánuð.

Lighthouse Inn er fjölskyldubyggt og fjölskyldurekið hótel sem opnaði í maí 2017. Hótelið er byggt úr finnskum bjálkum sem gerir hótelið einstaklega hlýlegt og notalegt. Það eru 26 herbergi á hótelinu. Við erum staðsett í Suðurnesjabæ, nánar tiltekið í sjávarþorpinu Garði á Suðurnesjum.

Hvort sem þig langar til þess að fara í rómantíska helgarferð með ástinni þinni, helgarferð með vinunum, skemmtiferð með krakkana, gönguferð um Reykjanesið eða golfferð þá erum við á Lighthouse Inn virkilega spennt að sjá þig! Möguleikarnir eru óteljandi hér á svæðinu

Við leigjum líka út hótelið í heild sinni fyrir ýmsa viðburði, t.d. ættarmót, golfhópa, fótboltahópa eða starfsmannahópa. Ef þú hefur áhuga á að koma með hóp þá endilega hafðu samband við okkur á lighthouseinn@simnet.is fyrir verð.

Með öllum tilboðsbókunum okkar í sumar fylgir með veglegur pakki:

 

Frítt í íþróttamiðstöðina í Garði þar sem er mjög flott líkamsræktaraðstaða, sundlaug, rennibraut, heitir pottar, vaðlaug, gufa og kaldur pottur. 

sjá opnun hér.   http://www.ig.is/

Þetta er allt saman í göngufjarlægð frá hótelinu. 

Síðast en ekki síst fá hótelgestir 15% afslátt af öllum drykkjum á barnum.  

Ath. golfarar sem dvelja á Lighthouse Inn fá 50% afslátt af golfhringnum á 18 holu vellinum í Golfklúbbi Sandgerðis sem staðsettur er í Suðurnesjabæ og í aðeins ca 1km fjarðlægð frá hótelinu. 

 Við ábyrgjumst þó ekki pláss í golfið heldur þurfa gestir að bóka það sjálfir og fá afsláttinn í gegnum okkur.

Hér koma tilboðin okkar frá 1.maí til 30.sept 2021

1 manns herbergi með morgunmat: 14.900 kr
2 manna herbergi með morgunmat: 16.900 kr
3 manna herbergi með morgunmat: 19.900 kr
4 manna herbergi með morgunmat:  22.900 kr*Ef fólk vill dvelja lengur hjá okkur þá er 10% afsláttur 
 

Þið getið einnig fundið okkur á facebook undir: Lighthouse Inn
 

Vinsamlegast sendið beiðnir um tilboðsbókanir og fyrirspurnir á lighthouseinn@simnet.is eða í síma 433-0000 eða 660-7890
 

Kæru landsmenn, verið hjartanlega velkomin á Lighthouse Inn <3